Formannafundur, æskulýðsráðstefna og uppskera

Hreimur og hljómsveit hússins
Hreimur og hljómsveit hússins

Föstudaginn 6. nóvember verður árlegi formannafundurinn haldin í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg 6. Formlegt fundarboð verður sent út í haust og endanleg dagskrá kynnt í síðasta lagi tveimur vikum fyrir fundinn. Rétt til setu á fundinum eiga allir formenn aðildarfélaga LH, stjórn og varastjórn LH og formenn nefnda LH, Gæðingadómarafélagsins og Íþróttadómarafélagsins.

Laugardaginn 7. nóvember verður blásið til æskulýðsráðstefnu með fyrirlestrum og hópavinnu. Mikilvægt er að huga vel að æskulýðnum þar sem hún er framtíðin okkar í hestamennskunni. Staðsetning og tímasetning verður auglýst síðar.

Að kvöldi laugardags verður svo uppskeruhátíð hestamanna. Uppskeruhátíðin er haldin á vegum LH og FHB og verður með sama sniði og fyrr á árinu. Gullhamrar taka vel á móti okkur með glæsilega þriggja rétta máltíð og Hreimur og hljómsveit hússins spilar fyrir dansi að formlegri dagskrá lokinni. Þetta verður eitthvað!

Ekki láta þig vanta!

Nokkrar myndir frá síðustu uppskeruhátíð:

Fleiri myndir má finna hér!