Formannafundur 4. nóvember

Formannafundur LH verður haldinn föstudaginn 4. nóvember í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst hann kl. 10:00. Formannafundur LH verður haldinn föstudaginn 4. nóvember í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst hann kl. 10:00.
Bráðabirgðadagskrá fundarins er þessi:
  1. Skýrsla stjórnar um verkefni síðasta árs
  2. Kynning á reikningum LH, ársreikningi 2010 og 8 mánaða uppgjöri 2011
  3. Starfið framundan
  4. Önnur mál

Fundarlok eru áætluð kl. 17:00.

Nánari dagskrá verður gefin út síðar. Skýrslur nefnda innan LH verða í fundargögnum.

Á fundinn eru boðaðir formenn allra hestamannafélaga innan LH, formenn nefnda LH, formenn Gæðingadómarafélagsins og Hestaíþróttadómarafélagsins, fyrrum formenn LH ásamt stjórn og varastjórn LH. Þessir aðilar eiga allir að vera búnir að fá fundarboð. Fundarmenn eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku í síma 514 4030 eða á netfangið lh@isi.is.