Folaldasýning Sörla 2011

28. febrúar 2011
Fréttir
Hin árlega folaldasýning Sörla verður haldin í reiðhöllinni að Sörlastöðum í Hafnarfirði þann 5. mars næstkomandi. Sýningin byrjar klukkan 13:00. Frítt inn. Hin árlega folaldasýning Sörla verður haldin í reiðhöllinni að Sörlastöðum í Hafnarfirði þann 5. mars næstkomandi. Sýningin byrjar klukkan 13:00. Frítt inn. Keppt verður í flokki merfolalda annars vegar og hestfolalda hins vegar. Dómararnir eru  Svanhildur Hall og Magnús Lárusson. Öllum er heimilt að koma með folöld á sýninguna.
Eigendur efstu sex folalda í hvorum flokki fá í verðlaun folatolla undir þekkta 1. verðlauna stóðhesta. Dómarar velja folald sýningarinnar og fær eigandi þess í verðlaun folatoll og Þjórsárbakkabikarinn sem gefinn er af Haraldi Þorgeirssyni. Áhorfendur velja síðan „Brekku-folaldið“ og fær eigandi þess stórglæsilegan folatoll í verðlaun. 

Alls verða veitt í verðlaun yfir 12 folatollar undir marga frábæra stóðhesta: Grun frá Oddhóli, Grunn frá Grund, Bjarkar frá Blesastöðum 1A, Ugga frá Bergi, Þyrni frá Þóroddsstöðum, Stimpil frá Vatni, Dimmi frá Álfhólum, Bjart frá Sæfelli, Vígar frá Skarði, Farsæl frá Íbishóli, Prins frá Úlfljótsvatni, Fána frá Kirkjubæ, Vökul frá Síðu og Dag frá Hvoli.

Í hléi verða boðnir upp folatollar undir hátt dæmda stóðhesta; Fróða frá Staðartungu, Blæ frá Torfunesi og Blysfara frá Fremra-Hálsi. Einnig verður sérstakt ungfolauppboð en þar verða boðnir upp tollar undir Dag frá Hjarðartúni (M: Dögg frá Breiðholti F: Sær frá Bakkakoti), Alvar frá Brautarholti (M: Askja frá Miðsitju F: Dalvar frá Auðsholtshjáleigu), Háska frá Hamarsey (M: Hrund frá Árbæ F: Krákur frá Blesastöðum 1A) og Sæla frá Hafnarfirði (M: Syrpa frá Grímsstöðum F: Sær frá Bakkakoti).

Nú er um að gera að mæta og gera góð kaup enda gríðarlega spennandi hestar. Uppboðsskrá er að finna hér.

Skráning folalda er  á tölvupóstfangið bryndis@topphross.com en þar skal koma fram IS númer folalds, nafn folalds, uppruni, kyn, litur, móðir, faðir, eigandi og ræktandi. Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir fyrsta folald en 1.000 kr. ef eigandi skráir fleiri en eitt folald. Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 3. mars.

Greiða skal skráningargjald á reikning nr. 1101-05-400639 kt. 190685-3069 og senda staðfestingu á tölvupóstfangið bryndis@topphross.com. Setja skal nafn folalds sem skýringu á millifærslunni.

 

Kynbótanefnd Sörla