Folaldasýning Harðar

Hestamannafélagið Hörður stendur fyrir folaldasýningu föstudaginn 22. febrúar kl 19:00 í reiðhöll Harðar. Skráningar skal senda á netfangið hordur1234@gmail.com fyrir hádegi 21. febrúar. Skráning þarf að innihalda nafn folalds, litur, IS númer ef það er til staðar og foreldrar. Skráningargjald kr 2.000 greiðist á staðnum.

Hestamannafélagið Hörður stendur fyrir folaldasýningu föstudaginn 22. febrúar kl 19:00 í reiðhöll Harðar.

Skráningar skal senda á netfangið hordur1234@gmail.com fyrir hádegi 21. febrúar. Skráning þarf að innihalda nafn folalds, litur,  IS númer ef það er til staðar og foreldrar. Skráningargjald kr 2.000 greiðist á staðnum.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu hestana og 3 efstu merarnar. Áhorfendur velja glæsilegasta folald sýningarinnar.  Dómari verður Þorvaldur Kristjánsson.

Seld verður kjötsúpa og drykkir svo það væri tilvalið að mæta beint úr hesthúsinu. 

Kveðja 

Kynbóta-  og mótanefnd Harðar