FM á Austurlandi hefst í dag

21. júní 2013
Fréttir
Eyjólfur mætir með Klerk frá Bjarnanesi/Hilda
Dagskrá Fjórðungsmóts á Austurlandi hefst í dag föstudag á dómum kynbótahrossa. Í framhaldinu fer fram forkeppni í barna-, unglinga- og B-flokki auk töltkeppni og kappreiða.

Dagskrá Fjórðungsmóts á Austurlandi hefst í dag á Stekkhólma við Hornafjörð, á dómum kynbótahrossa. Í framhaldinu fer fram forkeppni í barna-, unglinga- og B-flokki auk töltkeppni og kappreiða. Dagurinn endar svo á grillveislu og kvöldvöku. 

Dagskráin heldur svo áfram á laugardaginn, með forkeppni í ungmenna- og A-flokki, ræktunarbúasýningu, yfirlitssýningu kynbótahrossa og úrslitasprettum í skeiði. Keppnisdagskráin endar svo á úrslitum í tölti en nóttin er ung og boðið er upp á dansleik um kvöldið. 

Úrslit gæðingakeppninnar fer svo fram á sunnudaginn og einnig verða kynbótahrossin verðlaunuð. 

Það stefnir því óneitanlega í spennandi helgi fyrir austan, veðurspáin er góð svo það er sannarlega óhætt að hvetja hestaáhugamenn til að mæta. 

Fimmtudagur 20 júní
kl 20:00 Knapafundur í Stekkhól

Föstudagur 21. júní
kl 9:00 Kynbótasýning, hæfileikadómar,stóðhestar/hryssur
kl 10:15 Barnaflokkur, forkeppni
11:00 Unglingaflokkur,forkeppi
kl 12:15 Matarhlé
kl 13:00 B-flokkkur gæðinga, forkeppni
kl 15:15 kaffihlé
kl 16:00 Tölt, forkeppni(áhugamenn, opinn flokkur
kl 19:00 Kappreiðar, 100m fljúgandi skeið,150m skeið
kl 20:00 Grillveisla,Skógeyjarútreið
kl 22:30 Kvöldvaka í Stekkhól

Laugardagur 22.júní
kl 9:00 Ungmennaflokkur, forkeppni
kl 10:00 A-flokkur, forkeppni, ráslisti 1 til 14
kl 12:00 Matarhlé
kl 13:00 A flokkur, forkeppni, ráslisti 15 til 27
kl 15:00 Kaffihlé
kl 15:30 Yflitsýning kynbótahrossa
kl 17:00 Kappreiðar úrslit,100m fljúgandi skeið,150m skeið
kl 18:00 Matarhlé
kl 19:30 Hópreið hestamannafélaga
kl 20:00 Mótsetning
kl 20:10 Ræktunarbússýningar
kl 21:00 A-úrslit tölt, áhugamanna
kl 21:30 A-úrslit tölt, opinn flokkur
kl 23:00 Dansleikur í Mánagarði

Sunnudagur 23.júní
kl 11:00 Úrslit, barnaflokkur
kl 11:30 Úrslit, unglingaflokkur
kl 12:00 Matarhlé
kl 13:00 Kynbótahross, verðlaunaafhending
kl 13:30 Úrslit, ungmennaflokkur
kl 14:00 Úrslit, B-flokkur gæðinga
kl 14:30 Úrslit, A-flokkur gæðinga
kl 15:00 Mótsslit