FM 2009: Fjörureið föstudagskvöldið 3. júlí

22. júní 2009
Fréttir
Frá Löngufjörum: þar er mjúkt undir fæti og unun að spretta úr spori
Í tengslum við Fjórðungsmót 2009 verður boðið uppá fjöruferð um Löngufjörur, föstudagskvöldið 3. júlí.  Mæting í reiðina er föstudagskvöldið 3. júlí kl. 20:00 á Kaldármelum og kl. 21:00 á Snorrastöðum. Í tengslum við Fjórðungsmót 2009 verður boðið uppá fjöruferð um Löngufjörur, föstudagskvöldið 3. júlí.  Mæting í reiðina er föstudagskvöldið 3. júlí kl. 20:00 á Kaldármelum og kl. 21:00 á Snorrastöðum.
Löngufjörur ná frá Hítarnesi vestur að Búðum og eins og fjölmörgum hestamönnum er kunnugt um er þar mjúkt undir fæti og unun að spretta úr spori í skeljasandinum.

Það er því ekki úr vegi að fara að huga að því að taka hrossin með á Fjórðungsmót.  Mæting í reiðina er föstudagskvöldið 3. júlí kl. 20:00 á Kaldármelum og kl. 21:00 á Snorrastöðum.