FM 2009: Barnagæsla og stúkur í boði

Verið er að hnýta síðustu hnútana í undirbúningi á Kaldármelum og er ætlunin að í dag, laugardag, verði veitingatjaldið reist. Verið er að hnýta síðustu hnútana í undirbúningi á Kaldármelum og er ætlunin að í dag, laugardag, verði veitingatjaldið reist.

Barnagæsla verður í boði á mótsvæðinu og verður hún verður auglýst nánar á staðnum.

Jafnframt ber að geta þess að selt verður í stúkur á svæðinu. Miðar í stúkur eru seldir í veitingatjaldi, og kostar hvert stúkusæti 1.000 kr og dugir fyrir allt mótið.