Fjórða mót Meistaradeildar

Á fimmtudag kl 19:00 fer fram fjórða mót Meistaradeildar í hestaíþróttum. En þá verður keppt í slaktaumatölti og fljúgandi skeiði í gegnum höllina. Á fimmtudag kl 19:00 fer fram fjórða mót Meistaradeildar í hestaíþróttum. En þá verður keppt í slaktaumatölti og fljúgandi skeiði í gegnum höllina.

Keppendur eru að leggja lokahönd á val sitt á hestum og verða ráslistar birtir á morgun.

En það voru þau Hulda Gústafsdóttir, Árbakki/Norður-Götur, og Sveigur frá Varmadal sem sigruðu slaktaumatöltið í fyrra. Fljúgandi skeiðið sigruðu þeir Sigurbjörn Bárðarson, Lýsi, og Flosi frá Keldudal. Það kæmi ekki á óvart þótt Hulda og Sigurbjörn mættu aftur með sömu hesta.

Forsala aðgöngumiða er hafin í verslunum Líflands, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi á Selfossi og er aðgangseyrir 1.500 krónur.