Fjögur ungmenni keppa til úrslita í T2

Keppni í slaktaumatölti T2 fór fram seinnipartinn í gær á Norðurlandamóti íslenska hestsins sem haldið er í Finnlandi þessa dagana. Íslensku keppendunum gekk vel og þá sérstaklega ungmennunum en alls eru fjögur ungmenni í úrslitum T2. Keppni í slaktaumatölti T2 fór fram seinnipartinn í gær á Norðurlandamóti íslenska hestsins sem haldið er í Finnlandi þessa dagana. Íslensku keppendunum gekk vel og þá sérstaklega ungmennunum en alls eru fjögur ungmenni í úrslitum T2. Agnar Snorri Stefánsson á Gauk frá Kílhrauni endaði í 2.sæti eftir forkeppni með einkunnina 7,23. Í efsta sætinu er hin danska Anne Sofie Nielsen á Nökkva fra Ryethoj með einkunnina 7,33.
Í flokki ungmenna endaði Valdimar Bergstað á Vonarneista frá Lynghaga í 3.sæti eftir forkeppni með einkunnina 7,03. Til b-úrslita ríða þrjú íslensk ungmenni. Þau Ásta Björnsdóttir á Hrafni frá Holtsmúla í 8.sæti, Sigurður Rúnar Pálsson á Græði frá Dalbæ í 9.sæti og Ragnheiður Hallgrímsdóttir á Djarf frá Ármóti í 10.sæti.
Forkeppni heldur áfram í dag og þá er keppt í fimmgangi og 250m skeiði.