Firmakeppni Mána

23. maí 2013
Fréttir
Firmakeppni Mána verður haldin sunnudaginn 26 maí og hefst keppnin kl 14.00. Við hvetjum Mánamenn til að taka þátt og hafa gaman af enda hefur það sýnt sig að Firmakeppnin er ein vinsælasta keppni sem haldin er hjá Mána og um að gera að vera með.

Firmakeppni Mána verður haldin sunnudaginn 26 maí og hefst keppnin kl 14.00. Við hvetjum Mánamenn til að taka þátt og hafa gaman af enda hefur það sýnt sig að Firmakeppnin er ein vinsælasta keppni sem haldin er hjá Mána og um að gera að vera með.

Fyrst ætlum við að keppa með keppnisgleðina í fararbroddi og síðan munum við setjast við hið glæsta kaffihlaðborð kvennadeildarinnar í félagsheimilinu og þar munum við einnig veita verðlaunin. Verð í kaffihlaðborðið er aðeins 1000 kr og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og í þessari röð:
• Pollaflokkur-teymingar
• Pollaflokkur
• B flokkur gæðinga
• Barnaflokkur
• Kvennaflokkur
• Unglingaflokkur
• Ungmennaflokkur
• Heldri menn og konur (50 ára og eldri)
• Parareið
• A flokkur gæðinga
Aðeins félagsmenn eiga þátttökurétt og eru engin skráningargjöld. Í barna,kvenna- og heldri mannaflokki verður riðið hægt tölt og síðan greitt tölt.

A flokkur, riðið verður tölt, brokk og skeið
B flokkur, riðið verður hægt tölt, brokk og yfirferðartölt.
Unglinga og ungmennaflokkur, riðið verður hægt tölt, brokk og yfirferðartölt.

Hið margrómaða kaffihlaðborð kvennadeildarinnar verður haldið strax að lokinni Firmakeppninni í samkomuhúsinu og verður verðlaunaafhending mótsins þar líka.

Stjórn,Mótanefnd og Kvennadeild