Firmakeppni Dreyra tókst vel

Firmakeppni Dreyra 2015 var haldin hátíðleg 1. maí í Æðarodda. Ágætt veður var til mótshalds og voru skráningar 35 talsins.

Keppnin fór fram á ný endurgerðum hringvelli sem er bæði 250 og 300 metra auk ríflega 250 metra beinnar brautar. Virtust félagsmenn mjög ánægðir með hvernig til hefur tekist með endurgerð vallarins en efsta lagið var tekið ofanaf og nýtt drenandi burðarleg og fínna efni sett yfir sem virðist ætla að bindast ágætlega. Að lokinni keppni var kaffihlaðborð í félagsheimilinu þar sem félagsmenn og velunnarar þess komu með kræsingar á hlaðborðið og þar fór verðlaunaafhending fram. 

Stjórn Dreyra vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í að gera þennan dag eins frábæran og ógleymanlegan og hann var. Þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu firmakeppnina er þakkað sérstaklega fyrir sitt framlag sem og þátttakendum, áhorfendum og öllum þeim sem lögðu leið sína í Æðaroddann þann 1. maí 2015.

Hægt er að sjá úrslit keppninar hér.

Styrkaraðilar Firmakeppni Dreyra.

Dreyri2015-1

Sigurvegarar barnaflokks

Dreyri2015-2

Sigurvegarar karlaflokks

Dreyri2015-3

Stórglæsilegur pollaflokkur