Fimmtán folar á fjórða

27. nóvember 2008
Fréttir
Fimmtán graðfolar á fjórða vetur eru komnir á hús hjá Olil og Bergi í Syðri-Gegnishólum. Allt eru þetta folar undan þekktum stóðhestum og hryssum. Flestir eru frá Ketilsstöðum á Völlum.Fimmtán graðfolar á fjórða vetur eru komnir á hús hjá Olil og Bergi í Syðri-Gegnishólum. Allt eru þetta folar undan þekktum stóðhestum og hryssum. Flestir eru frá Ketilsstöðum á Völlum.

Fimmtán graðfolar á fjórða vetur eru komnir á hús hjá Olil Amble og Bergi Jónssyni á Syðri-Gegnishólum. Allt eru þetta folar undan þekktum stóðhestum og hryssum. Flestir eru frá Ketilsstöðum á Völlum.

Bergur Jónsson segir að þetta sé tilviljun. Árið 2005 hafi fæðst nítján folöld á Ketilsstöðum, flest undan hryssum frá honum og Olil Amble, en einnig nokkur í eigu annarra. Af þessum nítján folöldum voru aðeins þrjú merfolöld. Hestarnir voru sextán.

„Ég geri nú ekki ráð fyrir að þetta verði allt stóðhestar,“ segir Bergur. „Við ákváðum samt sem áður að temja þá ógelta. Það eru í þessu folar undan hryssum eins og Ljónslöpp, Vakningu og Framkvæmd. Feðurnir eru einnig góðir: Kolfinnur frá Kjarnholtum, Andvari frá Ey, Aron frá Strandarhöfði, Álfasteinn frá Selfossi, Gýgjar frá Auðsholtshjáleigu, Suðri og Sæli frá Holtsmúla og fleiri.“

Já, það ætti að vera góður efniviður í folunum fimmtán á Syðri-Gegnishólum. Við tökum stöðuna á þeim síðar í vetur.

Á myndinni er Álfasteinn frá Selfossi. Þrír folanna á fjórða eru undan honum.