Fimm knapar komnir í liðið

Úrtökumóti fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss er lokið. Úrtökumóti fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss er lokið. Fimm knapar tryggðu sér þátttökurétt á mótinu samkvæmt lykli að vali landsliðsins. Þeir eru:

1. sæti samkvæmt lykli er Daníel Jónsson á Tón frá Ólafsbergi í fimmgangi með meðaleinkunnina 7,22 út úr báðum umferðum.
2. sæti samkvæmt lykli er Snorri Dal á Oddi frá Hvolsvelli í fjórgangi með meðaleinkunnina 7,35 út úr báðum umferðum.
3. sæti samkvæmt lykli er Þorvaldur Árni Þorvaldsson á B-Moll (Moli) frá Vindási með meðaleinkunnina 8,13 út úr báðum umferðum.
8. sæti samkvæmt lykli er Linda Rún Pétursdóttir á Erni frá Arnarstöðum í tölti ungmenna með meðaleinkunnina 7,32 út úr báðum umferðum
9. sæti samkvæmt lykli er Valdimar Bergstað á Orion frá Lækjarbotnum í gæðingaskeiði ungmenna með meðaleinkunnina 7,71 út úr báðum umferðum

Liðið er skipað tíu knöpum þannig að fimm sæti eru enn laus í liðinu. Skeiðhestur á enn möguleika á sæti samkvæmt lykli. Að auki á liðstjóri eftir að velja eitt ungmenni og þrjá fullorðna.