Níu knapar komnir í landsliðið

12. júní 2017
Fréttir
Gústaf Ásgeir og Pistill. Mynd: isibless.is

Eftir úrtökumót landsliðsnefndar og Spretts um liðna helgi, hafa fimm knapar tryggt sér sæti í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum sem fer á HM í Oirschot í Hollandi í ágúst, samkvæmt lykli að vali í landsliðið sem landsliðsnefnd LH gefur út hverju sinni. Fjórir heimsmeistarar frá HM2015 verja titil sinn.

Þetta eru:

  • Daníel Jónsson með Þór frá Votumýri – fimmgangur F1
  • Ásmundur Ernir Snorrason með Spöl frá Njarðvík – fjórgangur V1
  • Jakob Svavar Sigurðsson með Gloríu frá Skúfslæk – tölt T1
  • Gústaf Ásgeir Hinriksson með Pistil frá Litlu-Brekku – fjórgangur V1 ungm.
  • Finnbogi Bjarnason með Randalín frá Efri-Rauðalæk – tölt T1 ungm.

Heimsmeistarar frá 2015:

  • Reynir Örn Pálmason
  • Guðmundur Björgvinsson
  • Teitur Árnason
  • Kristín Lárusdóttir

LH óskar þessum knöpum innilega til hamingju með frábæran árangur og ennfremur mótshöldurum í Spretti fyrir glæsilegt mót.