Fimm fengu gullmerki LH

24. október 2008
Fréttir
Fimm félagar í hestamannahreyfingunni voru sæmdir gullmerki LH á Landsþingi samtakanna sem hófst í dag. Fjórir karlar og ein kona. Að mati viðstaddra voru þessir aðilar allir vel að merkinu komnir.Fimm félagar í hestamannahreyfingunni voru sæmdir gullmerki LH á Landsþingi samtakanna sem hófst í dag. Fjórir karlar og ein kona. Að mati viðstaddra voru þessir aðilar allir vel að merkinu komnir.

Fimm félagar í hestamannahreyfingunni voru sæmdir gullmerki LH á Landsþingi samtakanna sem hófst í dag. Fjórir karlar og ein kona. Að mati viðstaddra voru þessir aðilar allir vel að merkinu komnir.

Þrúðmar Sigurðsson í Miðfelli í Hornafirði var formaður hestamannafélagsins Hornfirðings um ellefur ára skeið, sat mörg ársþing LH og vann fjölmörg störf í þágu hestamanna. Árni Jóhannsson í Teigi í Fljótshlíð hefur verið félagsmaður í Geysi frá 1956 og mætt á alla aðalfundi félagsins síðan þá. Hann hefur setið um 30 árs- og Landsþing LH. Gísli K. Kristjánsson var formaður Kóps í mörg ár og hefur setið fjölmörg árs- og Landsþing LH.

Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum hefur tekið þátt í öllum Evrópu- og heimsmeistaramótum frá 1972, nema tveimur, ýmist sem knapi, liðstjóri eða landsliðseinvaldur. Hann var einnig í stjórn HÍS og formaður íþróttadeildar Geysis í meira en áratug. Sólrún Ólafsdóttir á Kirkjubæjarklaustri hefur unnið mikið starf í þágu Kóps. Hún þakkaði þátttöku dætra sinna í hestamennsku og keppni þennan heiður. Það hefði verið þeirra vegna sem hún hefði lagt sig svo mikið fram í félagsstarfinu — til að leggja félaginu í móti það sem það gaf dætrum hennar.

Á efri myndinni eru frá vinstri: Gísli, Þrúðmar, Árni og Sigurður.

Á neðri myndinni er Sólrún Ólafsdóttir.