Feykir frá Háholti annar

06. ágúst 2011
Fréttir
Sigurður Óli og Feykir. Mynd: GHP Eiðfaxa.
Feykir frá Háholti hjá Sigurði Óla Kristinssyni endaði annnar í flokki 5v stóðhesta á HM. Feykir frá Háholti hjá Sigurði Óla Kristinssyni endaði annnar í flokki 5v stóðhesta á HM. Hinn danski Tígull fra Kleiva komst alveg upp að hlið hans í morgun á yfirlitssýningu stóðhesta og eru þeir með sömu aðaleinkunn, 8,38. Tígull hlýtur efsta sætið þar sem hans hæfileikaeinkunn er hærri en Feykis, þar sem Tígull hækkaði úr 5 í 6 fyrir skeið. Það var Jóhann Rúnar Skúlason sem sýndi Tígul.

Í þriðja sæti er svo stóðhestur frá Uli Reber á Lipperthof, Ísleifur vom Lipperthof með 8,13 í aðaleinkunn, sýndur af Agnari Snorra Stefánssyni.