Ferðir á HM

01. júní 2017

Úrval Útsýn er samstarfsaðili LH og kemur áhugasömum ferðalöngum á HM í Hollandi í sumar. Uppselt er í aðra vikuferðina en eitthvað er laust í hina vikuferðina og helgarferðina. 

Fyrir utan hefðbundna dagskrá mótsins verður sérstök dagskrá fyrir farþega Úrvals Útsýnar. T.d. verður mótttaka þar sem vel valdir spekingar munu spá í framvindu mótsins með farþegum okkar. Það hefur ávallt verið áhugaverð samkoma. Sú uppákoma er einungis fyrir farþega ÚÚ, sem býður upp á léttar veitingar á meðan spjallað er. Miðarnir á mótið eru svo staðsettir á besta stað í „Íslendingastúkunni“.

Mótið er haldið dagana 7.-13. ágúst 2017 í Oirschot í Hollandi. Það er sami staður og mótið var svo eftirminnilega haldið árið 2007. Oirschot er rétt við Eindhoven þar sem okkar farþegar koma til með að gista á góðum hótelum í miðbæ þessarrar frábæru borgar. Fólk getur valið hvort það flýgur til/frá Amsterdam eða Brussel. Það er svo um 1,5 klst akstur frá báðum þessum stöðum til Eindhoven. Flugvallaraksturinn er innifalinn í pökkunum, fram og til baka.

Það er margt innifalið í þessum pakkaferðum, sem eykur þægindi ferðalanganna:

  • Flug
  • Flugvallaskattar
  • Ein taska 20 kg
  • Akstur til og frá flugvelli erlendis
  • Akstur á mótsstað alla daga (1)
  • Akstur á mótsstað 11, 12, og 13. ágúst (ath - ekki 10.) (2)
  • Gisting með morgunmat í 7 (1) eða 3 (2) nætur
  • Vikupassi (1) eða helgarpassi (2) á mótið
  • Gala show á laugardagskvöldið
  • Móttaka með léttum veitingum “Spekingar spjalla” (1)
  • Íslensk fararstjórn

(1) Ath - á aðeins við vikuferðirnar
(2) Ath - á aðeins við helgarferðina

Einnig útvegar ÚÚ staka miða á mótið, bæði helgar- og vikupassa. Þá er líka mögulegt fyrir þá sem kaupa vikupassa að mæta á uppákomu á vegum ÚÚ þar sem boðið er upp á léttar veitingar (pinnamatur + 2 drykkir) og „Spekingar spjalla“.

Hafið samband við íþróttadeild ÚÚ í s. 585 4000 eða sport@uu.is.

Smellið hér til að skoða nánar á vef Úrvals Útsýnar!