Ferðasaga frá Youth Camp 2013

09. september 2013
Fréttir
Ferðasaga frá FEIF Youth Camp i Noregi 21. – 28.júlí 2013. Þau sem fóru voru Arnór Hugi Sigurðsson og Viktoría Gunnarsdóttir úr Dreyra, Ingi Björn Leifsson úr Sleipni, Kolbrún Lind Malmquist úr Létti og Guðbjörg Halldórsdóttir úr Skugga. Fararstjórar voru Andrea Margrét Þorvaldsóttir og Helga Björg Helgadóttir úr æskulýðsnefnd LH.

Ferðasaga frá FEIF Youth Camp i Noregi 21. – 28.júlí 2013. Þau sem fóru voru Arnór Hugi Sigurðsson og Viktoría Gunnarsdóttir úr Dreyra, Ingi Björn Leifsson úr Sleipni, Kolbrún Lind Malmquist úr Létti og Guðbjörg Halldórsdóttir úr Skugga. Fararstjórar voru Andrea Margrét Þorvaldsóttir og Helga Björg Helgadóttir úr æskulýðsnefnd LH.

Sunnudagur 21. júlí
Hópurinn hittist kl. 9 á Keflavíkurflugvelli hress og kát. Krakkarnir kvöddu foreldra og lagt var af stað í þetta skemmtilega ferðalag. Flogið var til Oslo með Norwiegan air kl.l 11.00 og lentum um um kl. 12:30 að staðartíma. Þar biðum við eftir flugi til Molde í 4 tíma en flugið til Molde tók 50 mínútur. Þar var sótt okkur af Björn Kjersem sem var aðalskipuleggjandi búðanna. Við tókum ferju frá Molde til Vestnes. Keyrðum svo uppí Kjersemfjallet þar sem Stall Kjersem er og þar sem var lágskýjað og ekkert skyggni sáum við ekki neitt. Komum þangað um kl. 21.00 og krakkarnir gerðu til herbergin og hittu krakkana sem voru komin og fóru svo þreytt að sofa. Norskar hyttur með litlu rafmagni, engin gat hlaðið símana sína en það var í góðu því ekkert símasamband er á svæðinu.

Mánudagur 22. júlí
Vöknuðu kl. 8, þoka i morgunsárið en svo létti til og sólin byrjaði að skína og var þetta mjög heitur dagur. Eftir morgunmat var Björn Kjersem með fyrirlestur þar sem hann sagði aðeins frá sjálfum sér og sínum kynnum af íslenska hestinum en hann hefur verið með íslenska hesta í fjölda ára. Einnig sagði hann frá sínum aðferðum við tamningu og þjálfun. Eftir mat var aftur farið í fyrirlestrasalinn og þá kynntu krakkarnir sig og sögðu aðeins frá sér og sinni hestamennsku. Stian Pedersen kom með fjóra hesta sem bættust í hóp hestana sem krakkarnir máttu nota. Björn og Liv sem er lærlingur hjá honum skipulögðu hver fengi hvaða hest og í framhaldi af því prófuðu krakkarnir hestana. Eftir kvöldmat sýndu Björn og Liv okkur fyrstu skrefin í frumtamningu á tveim hestum. Þau aðhyllast sem þau kalla græna hestamennsku. Þau stefndu á að geta farið á bak hestunum eftir 5 daga. Eftir það var sýnd kvikmynd sem sagði frá ferð Björns og fleiri yfir til Svíþjóðar að kaupa kaffi.

Þriðjudagur 23. júlí
Krökkunum fannst rosalega erfitt að vakna þennan morguninn en ræst var kl. 8.20 sem þeim fannst alltof snemmt. Eftir morgunmat undirbjuggu þau sig fyrir reiðtúr á fjall í nágrenninu sem heitir Bláfjallið. Hópnum var skipt í tvennt og fór annar hópurinn ríðandi en hinn gangandi með hinum fræga norðmanni Stein Aasheim. Íslensku krakkarnir voru i þeim hóp sem fór ríðandi. Farið var í langan reiðtúr þar sem þau hittu gönguhópinn. Þau lentu í æsilegum svaðilförum eins og þau sögðu sjálf frá; sem innhélt brjáluð tré sem réðust á mann, sérstaklega Viktoriu. Síðan var ógurlegt vatn og mikil drulla en þau komust öll heil heim .. að mestu.. og þeim fannst mjög gaman. Að loknum reiðtúrnum fengu þau góðan kvöldmat (hamborgara) Stein kom með 5 Huskyhunda og einn ástralskan smalahund. Hann tók ástralska hundinn og einn Husky hund með í gönguferðirnar. Bjössi heimilishundurinn og Luna sem Liv á, voru sett inn. Í dag var sól og yfir 20 stiga hiti. Andrea og Helga voru heima og gegndu hlutverki bæjarstjóra.

Miðvikudagur 24. júlí
Betur gekk að vakna í morgun og eftir morgunmat undirbjuggu þau sig í gönguferð með Stein og hópnum sem fór ríðandi í gær. Þau löbbuðu helling en fannst ofboðslega fallegt útsýni og veðrið var eins og best verður á kosið, sól og yfir 20 stiga hiti. Mjög heitt og mikið klifur. Nú var farið á annað fjall sem er andspænis hinu fjallinu í dalnum. Þar hittu þau hópinn sem var ríðandi. Eftir að heim var komið var farið í snjóbílnum frá hernum að lítilli á þar sem krakkarnir syndu og léku sér. Eftir kvöldmat var svo horft á aðra kvikmynd sem sagði frá ferð Björn og Stein til Mongóliu að kaupa hesta.

Fimmtudagur 25. júlí
Þennan dag var ákveðið að fara í skoðunarferð um nágrennið og fengu krakkarnir að kjósa um það hvort þau vildu fara til Ålesund, þar sem hægt var meðal annars að fara í búðir eða fara Trollstigen sem er næstvinsælasti ferðamannastaður Noregs. En að sjálfsögðu urðu búðirnar ofar á vinsældarlistanum, ekki við öðru að búast þegar unglingsstúlkur eru í meirihluta kjósenda
Kl. 10 var því lagt af stað til Ålesund og byrjað að fara á efsta punkt borgarinnar þar sem hægt er að sjá yfir alla borgina og næsta nágrenni. Hópurinn gekk svo niður brattar tröppur niður í miðborgina og voru flestir með harðsperrur í kálfunum eftir labbið niður. Þaðan var farið út á strönd þar sem nestið var borðað og endað í verslunarmollinu þar sem krakkarnir fengu stutta stund að skjótast i búðir. Algjört power shoping ..l Þegar heim var komið horfðum við á framfarir í tamningunni á trippunum tveim og krakkarnir riðu svo keppnishestunum í Tresfjordinn og með þeim var Stian Pedersen sem ætlaði að hjálpa þeim fyrir keppnina. Í kvöldmat var síðan grillaður lax og var ís í eftirmat. Horfðum á leikna heimildarmynd um Fjordhestinn, þar sem sýnt var hvernig bændur fóru með hesta sína á markað fyrr á öldum, áður en göng í gegnum fjöll og brýr komu til sögunnar.

Föstudagur 26. júlí
Strax eftir morgunmat fór hópurinn heim til Stian Pedersen sem er fóstursonur Björns og margfaldur Noregs- og heimsmeistari á íslenskum hestum. Stian sagði þeim frá því hvernig hann hagar sinni þjálfun á hestum. Hann sýndi okkur tvo hesta, Glóbus frá Jakobsgarden og Léttir frá ... en Globus er á leið á heimsmeistaramót. Tatjana lærlingur hjá Stian syndi okkur norska dráttarhestinn sinn sem hún er búin að kenna allskonar trix. Síðan eftir heimsóknina hjá Stian fórum við í Tresfjörð hestassenter þar sem krakkarnir æfðu sig fyrir keppnina daginn eftir. Æfingin gekk vel og allir voru ánægðir. Síðan var haldið heim. Þar var borðað, spilað og spjallað mikið.

Laugardagur 27. júlí
Vöknuðu fyrr en vanalega því þau voru að fara að keppa eða þeir sem vildu. Eftir morgunmat höfðu þau sig til fyrir keppnina og lögðu svo í hann. Keppnin gekk vel, allir ánægðir með daginn og margir hlutu verðlaun. Eftir keppnina var hestunum riðið heim og svo var grillað og verðlauna afhending. Einnig fengu allir myndagripi til að hafa með sér heim. Seinna um kvöldið var dansað, sungið, hlegið og notið seinasta kvöldsins.