Ferð á Youth Cup til Kalö í Danmörku

30. júlí 2010
Fréttir
Þann 9. júlí lagði þessi föngulegi hópur skipaður 10 krökkum, 3 fararstjórum og 1 þjálfara á Youth Cup í Danmörku og voru til 18. júlí. Þann 9. júlí lagði þessi föngulegi hópur skipaður 10 krökkum, 3 fararstjórum og 1 þjálfara á Youth Cup í Danmörku og voru til 18. júlí.

Var þetta 3ja daga hestamót með 72 keppendum frá 13-17 ára og komu víða að, en alls tók þessi ferð rúma viku þar sem keppendurnir voru á æfingum fyrstu 4 dagana. Þar fengu krakkarnir okkar hesta sem þau þurftu að kynnast og koma á tengslum fyrir keppnina. Kom tölthornið vinsæla með okkur heim í þriðja skiptið í röð, en Steinunn Arinbjarnardóttir úr Fáki vann það á stóðhestinum Kjarna frá Eystra Hóli.

Var þetta einstaklega ánægjuleg ferð með frábærum krökkum sem eiga bjarta framtíð í hestamennskunni.

Hægt er að skoða fleiri myndir af ferðinni í Youth Cup myndasafninu

Kveðja
Siddý fararstjóri