FT og dómarastéttin stendur fyrir fræðslu

16. janúar 2017
Fréttir

Opið fræðslukvöld um líkamsbeitingu hesta og reiðmennsku með Mette Moe Mannseth föstudagskv. 20.jan. í Harðarbóli Mosfellsbæ kl.19.30.

Félag tamningamanna þakkar þeim sem lögðu sitt af mörkum á málþingi um stöðu keppnismála 5 janúar s.l.
Farið var um víðan völl og greinilega mikil þörf á samtali, skilningi og upplýsingum milli dómara, keppenda og mótshaldara allra svo áfram megi verða jákvæð þróun í móta/sýningarhaldi. Forsenda framfara er að staldra við og ræða stöðu mála.

Eitt af því sem mikið bar á góma var mikilvægi þess að geta greint rétta líkamsbeitingu og burð hesta á öllum gangtegundum og svo að greina góða reiðmennsku.

Í framhaldi af málþinginu, ættlar Félag tamningamanna í samstarfi við gæðingadómarafélagið (gdlh), hestaíþróttadómarafélagið (hídí)og kynbótadómara (rml).
að hafa fræðsluerindi og fyrirspurnir um líkamsbeitingu hesta og reiðmennsku með Mette.

Mette er yfirkennari Háskólans á Hólum og tamningameistari FT.
Kvetjum ALLA sem hafa áhuga á reiðmennsku að mæta.
Kostar kr. 1000,- inn, enginn posi.

Saman erum við öflug og gerum við gott betra!
Kv. Stjórn FT í samstarfi við GDLH, HÍDÍ & RML