Félag tamningamanna heldur ráðstefnu

27. ágúst 2015

Farið verður yfir keppnis- & sýningartímabilið 2015 núna strax í lok tímabils.

Förum saman yfir stöðuna, hvað við erum ánægð með og hefur gengið vel, og svo hvað við þurfum að bæta. Hvernig getum við notað tíman fram að næsta tímabili til að undirbúa okkur og gera enn betur?

Fulltrúar Gæðingadómarafélags, íþróttadómarafélags, kynbótadómara, keppnisnefndar LH og fulltrúar knapa munu halda stutta tölu ca 5-10 mín hver og svo verður setið fyrir svörum.

Vonum að ráðstefnan verði uppbyggileg, málefnaleg og rýni til gagns.

Miðvikudagur 16. september í Harðarbóli Varmárbökkum Mosfellsbæ kl. 19.30.

Kær kveðja. Stjórn félags tamningamanna