Feif Youth Cup - dagur 6

Mete og Þórarinn.
Mete og Þórarinn.

Frábær dagur er nú að kvöldi kominn. Við skelltum okkur í dagsferð um Skagafjörðinn, við byrjuðum á að heimsækja Varmalæk og horfa á Kunningja frá Varmalæk og þótti hópnum mikið til koma. Magnea sýndi okkur hesthúsið og fleiri gæðinga sem voru heima við.

Frá Varmalæk lá leiðin í Glaumbæ þar sem gamli bærinn var skoðaður og einnig borðuðum við hádegismat þar.

Frá Glaumbæ fórum við í Hof á Höfðaströnd þar sem okkur voru sýndir fleiri gæðingar, þar á meðal Náttúra frá Hofi og Dalur frá Háleggsstöðum.

Þegar búið var að horfa á alla þessa hesta fórum við í sund í eina flottustu sundlaug lansins,s í göngutúr í Staðarbjargavík og skoðuðum okkur um á Hofsósi.

Þegar heim að Hólum var komið beið okkur grillveisla og sýnikennsla með snillingunum Mette Mannseth og Þórarni Eymundssyni.

Viðburðaríkur og skemmtilegur dagur í alla staði.

Hér eru nokkrar myndir en fleiri myndir eru á facebooksíðu æskulýðsnefndar L.H.

Æskulýðsnefnd LH