Feif Youth Cup - dagur 4 & 5

Sökum anna höfum við ekki náð að senda inn frétt frá degi 4 og því kemur hann núna með degi 5. Nú er allri þjálfun lokið og á morgun verður hestunum gefið frí og krakkarnir fara í heimsókn í Skagafjörðinn. 

Þjálfararnir fóru heim þreyttir en sælir og eru krakkarnir í skýjunum yfir að hafa fengið að hitta þessa snillinga og fara í reiðtíma hjá þeim. Þjálfararnir þau Hulda, Anna, Steini, Elvar og Súsanna hrósuðu krökkunum fyrir fyrirmyndarreiðmennsku og hversu jákvæð þau öll eru. 

Í kvöld var svo þjóðakvöldið þar sem löndin voru með kynningu eða skemmtiatriði frá heimalandinu ásamt því að bjóða uppá á sætindi eða mat að heiman. Miklar kræsingar voru í boði og fannst hópnum maturinn misgóður.

Æskulýðsnefnd L.H.