Feif Youth Cup - dagur 1

12. júlí 2014
Fréttir

Nú er fyrsta deginum hér á Hólum lokið og allir krakkarnir komnir með hesta. Óhætt er að segja að spennustigið hafi verið hátt þegar krakkarnir voru að fá hestana í hendur og prufa þá í fyrsta sinn. Einnig var spennandi að sjá hvaða hesta hinir þátttakendurnir eru með enda mikið keppnisfólk hér á ferð.

Á morgun munum við halda áfram að prófa hestana og svo tekur alvaran við á sunnudaginn en þá munu okkar fremstu þjálfarar taka við keppnisþjálfuninni, en það eru Hulda Gústafs, Anna Valdimars, Elvar Einars, Súsanna Sand og Þorsteinn Björns.

Við munum fylgjast vel með þjálfuninni og keppninni.

Hér eru nokkrar myndir frá deginum.

Æskulýðsnefnd LH

beðið eftir dýralæknaskoðun

fullorðnir á netinu

loksins netsamband

ritarar hjá dýralækninum

staðurinn skoðaður

súsí að dýralæknaskoða