FEIF Youth Camp á Íslandi


FEIF Youth Camp 2019 verður haldið 7. - 14. júlí á Íslandi. Youth Camp eru sumarbúðir fyrir ungt hestaáhugafólk á aldrinum 13 - 17 ára á árinu, markmiðið er að kynna unglingum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annarra þjóða og að hitta jafnaldra með sama áhugamál.  Nánari upplýsingar verða birtar í febrúar eftir FEIF þingið í Berlín.