FEIF óskar eftir peningum frá Íslandi

24. nóvember 2008
Fréttir
FEIF hefur óskað eftir að fá peninga úr sjóði sem heyrir undir svokallaða Ástu Möller nefnd. Samtökin eru rekin með tapi og hafa ekki aðrar tekjur en skatt frá aðildarfélögum. Jón Albert Sigurbjörnsson, varaformaður FEIF, segir að það sé góð fjárfesting fyrir Ísland að styrkja FEIF.FEIF hefur óskað eftir að fá peninga úr sjóði sem heyrir undir svokallaða Ástu Möller nefnd. Samtökin eru rekin með tapi og hafa ekki aðrar tekjur en skatt frá aðildarfélögum. Jón Albert Sigurbjörnsson, varaformaður FEIF, segir að það sé góð fjárfesting fyrir Ísland að styrkja FEIF.FEIF hefur óskað eftir að fá peninga úr sjóði sem heyrir undir svokallaða Ástu Möller nefnd. Samtökin eru rekin með tapi og hafa ekki aðrar tekjur en skatt frá aðildarfélögum. Jón Albert Sigurbjörnsson, varaformaður FEIF, segir að það sé góð fjárfesting fyrir Ísland að styrkja FEIF.

„FEIF er í rauninni lífæð Íslandshestamennskunnar í heiminum. Þar er mótuð öll umgjörð greinarinnar eins og hún birtist á alþjóðlegum mótum; lög og reglur um íþróttakeppni (FIPO) og kynbótasýningar (FISO). Á fundum FEIF hittast fulltrúar þjóðanna, bera saman bækur sínar og leggja á ráðin um næstu skref íslenska hestinum til heilla. Vægi samtakanna hefur aukist ár frá ári. Sömuleiðis starfssemin. Tekjurnar hafa hins vegar staðið í stað.

— En er ekki FEIF þar með farið að keppa við íslenska hestamenn á þeirra eigin lóð, ef svo má segja. Er það ekki að bera í bakkafullan lækinn að sækja í hina rýru sjóði okkar Íslendinga?

„Það er mikilvægt, og sérstaklega fyrir okkur Íslendinga, að samtökin getið starfað af þrótti. Að styrkja FEIF er að mínu viti besta fjárfesing okkar Íslendinga í greininni sem slíkri. Útflutningur hrossa frá Íslandi, tekjur af reiðkennslu, verslun með reiðtygi, hestatengd ferðaþjónusta, og svo framvegis. Allt byggist þetta á því að Íslandshestamennskan um víða veröld þróist og dafni.

Í LH eru 12 þúsund skráðir félagar. Við höfuð margfaldað þá tölu með 2,5 og áætlum að á milli 20 til 30 þúsund manns stundi hestamennsku hér á landi. Í útlöndum eru hins vegar á milli 50 til 60 þúsund manns skráðir í Íslandshestafélög. Við getum því gert okkur í hugarlund hver hópur iðkendahópurinn er. Vel yfir hundrað þúsund manns. Það er mikilvægt að utan um svona hóp séu sterk samtök sem móta stefnuna.

Stjórnarmenn og aðrir sem starfa fyrir FEIF hafa greitt kostnað við ferðir og fundahöld að verulegu leyti úr eigin vasa. Fólki finnst það einfaldlega of mikið. Þetta er sjálfboðaliðastarf sem tekur mikinn tíma og ferðakostnaðurinn er mikill. Alþjóðlegt samstarf er dýrt. Það er bara svo einfalt,“ segir Jón Albert.