FEIF fréttir

25. september 2013
Fréttir
Það er alltaf eitthvað að gerast í herbúðum FEIF. Til að mynda hefur FEIF nýlega borist umsókn um HM2017 frá Hollendingum. Viðburðanefnd FEIF mun fara yfir umsóknina og heimsækja staðinn sem fram er boðinn í Hollandi, til að geta gefið stjórn FEIF skýrslu og niðurstöður sinna athugana.

Það er alltaf eitthvað að gerast í herbúðum FEIF.

HM2017 í Hollandi?
Til að mynda hefur FEIF nýlega borist umsókn um HM2017 frá Hollendingum. Viðburðanefnd FEIF mun fara yfir umsóknina og heimsækja staðinn sem fram er boðinn í Hollandi, til að geta gefið stjórn FEIF skýrslu og niðurstöður sinna athugana. Umsóknin þarf vitaskuld að uppfylla öll skilyrði FEIF um mót sem þetta en þessar reglur má finna á heimasíðu FEIF. Lokaákvörðun um stað fyrir HM2017 verður tekin fyrir 31.desember 2013.

Nefndafundir í Malmö
Stjórn FEIF og hinar ýmsu nefndir samtakanna munu hittast á fundum í Malmö 25.-27.október. Þessir fundir eru liðir í að undirbúa nefndir og stjórn fyrir FEIF ráðstefnuna sem haldin verður á Íslandi í febrúar 2014.

FEIF viðburðir fram í febrúar 2014
3. - 4.október - Íþróttadómaranámskeið Dahlenburg/Kronshof Þýskalandi
25. - 27.október - FEIF nefndafundir í Malmö Svíþjóð
25. - 27.október - WorldFengur Work-Shop í Malmö Svíþjóð
7. - 9.febrúar - FEIF ráðstefnan 2014 í Reykjavík