FEIF fréttir

Hér má finna nýjustu fréttir frá FEIF, alþjóðleg samtök íslenska hestsins. FEIF Youth Cup 2010 verður haldið í Danmörku 10.-18.júlí í Kalø Okologiske Landbrugsskole – sem er Landbúnaðarskóli nálægt Óðinsvé í Danmörku. Hér má finna nýjustu fréttir frá FEIF, alþjóðleg samtök íslenska hestsins. FEIF Youth Cup 2010 verður haldið í Danmörku 10.-18.júlí í Kalø Okologiske Landbrugsskole – sem er Landbúnaðarskóli nálægt Óðinsvé í Danmörku. Níu einstaklingar af fimmtán stóðust Alþjóðlega hestaíþróttadómaraprófið sem haldið var á Vindhólum í Þýskalandi. FEIF og LH óskar þeim Andreas Windsio (Þýskalandi), Birgit Quasnitschka (Þýskalandi), Caro Klein (Þýskalandi), Hendrik Gepp (Þýskalandi), Jean-Paul Balz (Sviss), Kristinn Bjarni Þorvaldsson (Íslandi), Lutz Lesener (Þýskalandi), Mark Tillman (Þýskalandi) og Susanne Brengelmenn (Þýskalandi) innilega til hamingju. Auk þess stóðst einn einstaklingur landsdómarapróf, Hanne Hestevik (Noregi).

Tvö nýdómaranámskeið voru haldin á vegum Gæðingadómarafélags Landssambands hestamannafélaga (GDLH).
Fyrra námskeiðið var haldið 17.-21. september síðastliðin í Latovainio í Finnlandi. Fyrir hönd GDLH fóru þau Sigurbjörn Bárðarson og Oddrún Ýr Sigurðardóttir. 18 áhugasamir einstaklingar sátu námskeiðið sem fór vel fram.
Seinna námskeiðið er haldið 24.-26. september í Norrköping í Svíþjóð. Fyrir hönd GDLH fóru þeir Sigurbjörn Bárðarson og Sigurður Ævarsson. Þar eru skráðir 20 manns á námskeiðið.

Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðunum: www.passionfortheicelandichorse.com eða www.feif.org