FEIF dómarapróf í september

FEIF mun halda dómarapróf á félagssvæði Fáks í Reykjavík dagana 18.-19. september n.k. Hægt verður að taka lands- og alþjóðadómarapróf.

Drög að uppsetningu prófdaga:

  • Prófið sjálft verður  laugardaginn 18. sept., eftir kl. 13 og á sunnudeginum 19. sept., fram til kl. 15.
  • Bóklegi hlutinn verður í tveimur hlutum; skriflegi hlutinn verður tekinn fyrir prófið sjálft á laugardeginum. Munnlegi hlutinn verður á laugardagskvöldi og sunnudegi fram til kl. 18. Einhverjir þáttakendur gætu tekið munnlega prófið á laugardagsmorgni, þeir þurfa þá að taka það fram við skráningu.

Skráning þátttakenda
Tekið verður á móti skráningum til og með 24. ágúst 2016 á skrifstofu LH sem kemur skráningum til FEIF sem heldur utan um prófið. Skráningareyðublað má finna hér. Sendið útfyllt eyðublað á hilda@lhhestar.is.

Verð
Þátttökugjaldið er €290 eða kr. 39.000. Innifalið er: kaffi, hádegis- og kvöldverður á laugardegi og hádegisverður á sunnudegi. Gisting er ekki innifalin. Þátttökugjaldið þarf að greiða til LH í síðasta lagi 24. ágúst til að skráning teljist gild. Bankaupplýsingar: 513-26-1448, kt. 710169-3579, kvittun á hilda@lhhestar.is.

Gisting
Herbergi hafa verið tekin frá á Hótel Heiðmörk: www.hotelheidmork.is. Til að bóka og fá verð, hafið samband við info@heidmork.is og nefnið FEIF til að fá tilboðsverð. UPPFÆRT 4. ágúst

Hér má finna nánari upplýsingar um prófið: https://www.feif.org/files/documents/sjseminar_sept2016.pdf

Og einnig hér:
https://www.feif.org/files/documents/spprocex14.pdf

Skrifstofa LH