FEIF æskulýðsstarf - Alþjóðleg kvikmyndakeppni 2015

 

FEIF æskulýðsstarf – Lights, camera, action!

Alþjóðleg kvikmyndakeppni 2015

Hvað: Liðskeppni fyrir unga knapa. Þið þurfið að framleiða myndband á bilinu 3-5 mínútur um ákveðið þema.

Þemað fyrir 2015 er: Hamingja! Hamingja er..... (setjið inn ykkar hugmynd af hamingju)

Markmið: Að ýta undir hópastarf og samvinnu, hvetja til góðrar hestamennsku og áframhaldandi lærdóms, vekja athygli á alþjóðlegum þáttum í heimi íslenska hestsins, þróa ímyndunaraflið og stuðla að þrautsegju til að stjórna og ljúka verkefni.

Hver: Hópar af ungu fólki sem tengjast íslenska hestinum. Keppnin er opin hópum á bilinu 4-6 manns, yngri en 21 árs á árinu.

Hvernig: Lágmarkskröfur að efni í myndbandið er 1 íslenskur hestur og að minnsta kosti helmingurinn af skráðum hóp. Allt annað svo sem saga, sviðsmynd, tónlist og fl. er frjálst. Hver meðlimur hópsins þarf að hafa skýrt og ákveðið hlutverk í hópnum. Munið að myndbandið verður sýnt fólki frá hinum ýmsu löndum, svo gott er að hafa samtöl í lágmarki, en þau ættu að vera á ensku.

Myndbandið þarf að hafa titil, kredit lista, dagsetningu, staðsetningu og annað til að myndbandið verði sem best.

Hvenær: Öll myndbönd þarf að setja inn á youtube eða aðrar eins vefsíður. Vinsamlegast ekki hafa það opið almenningi fyrr en í lok ágústmánaðar 2015. Sendið netfangið aeskulydsnefnd@lhhestar.is ekki seinna en 25. maí 2015. Öll myndbönd verða svo metin af alþjólegum hóp af dómurum.

Ef aðstæður leyfa þá mun myndbandið frá vinningsliðinu verða sýnt á stórum skjá á heimsmeistaramótinu í Herning í ágúst.

Gangi ykkur vel!!

Kveðja,

Gundula Sharman og æskulýðsnefnd FEIF

 

Foreldrar og æskulýðsfulltrúar athugið: Keppnin er ætluð fyrir ungamennin sjálf. Engin þörf er á öðrum tækum en myndbandsupptökuvél eða símamyndavél og öðru grunnforriti í tölvu. Í anda verkefnisins viljum við biðja ykkur um að hvetja liðið áfram án þess þó að verða of hjálpsöm. Einnig viljum við hvetja til að kostnaði við verkefnið verði haldið í lágmarki.

ATH: Knapar í myndbandinu  verða ávallt að vera með hjálm á höfði þegar setið er á hestum.