Farsælt samstarf við Vegagerðina

Gunnar Gunnarsson og Halldór Halldórsson.
Gunnar Gunnarsson og Halldór Halldórsson.

Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri lætur af störfum hjá Vegagerðinni nú í júní sökum aldurs. Síðasta áratuginn eða svo hefur Gunnar haldið utan um reiðvegamál fyrir Vegagerðina gagnvart hestamönnum.

Öll samskipti Ferða- og samgöngunefndar LH við Gunnar hefur verið góð og gefandi.  Á þessum tímamótum heimsóttu þeir Halldór Halldórsson og Sæmundur Eiríksson Gunnar og þökkuðu honum samstarfið á liðnum árum og færðu honum platta frá Hestaregni í þakklætisskyni.