Fáksfréttir

08. mars 2010
Fréttir
Í kvöld verður fundur í félagsheimili Fáks um málefni hrossaræktarinnar og hefst fundurinn kl. 20:30 Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, Sigrún Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna og fulltrúi í fagráði í hrossarækt og Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands. Kynnt verða m.a. nýjar vægistölur í kynbótadómum og margt fleira fróðlegt. Nauðsynlegt er fyir þá sem hafa gaman af hrossarækt að fjölmenna og heyra í forystumönnum okkar hvað er að gerast og einnig að hafa áhrif á stefnumótun í hrossaræktarmálefnum. Fjölmennum. *Reiðhöllin:  Þar sem sýningin Æskan og hesturinn er um helgina verður Reiðhöllin lokuð töluvert í vikunni vegna æfinga. Þriðjudaginn 9. mars  er höllin lokuð frá kl. 15:00 - 22:00 Miðvikudaginn 10. mars er höllin lokuð frá 18:00 - 22:00 Fimmtudaginn 11. mars er höllin lokuð frá kl. 18:00 - 22:00 Föstudaginn 12. Mars er höllin lokuð frá kl. 20:00 - 21:00 Laugardag og sunnudag er höllin svo lokuð en þá er sýningin Æskan og hesturinn sem allir ættu að koma á. *Það verður ekki reiðkennari þá á miðvikudagskvöldið vegna æfinga fyrir æskan og hesturinn. Minnum á almennar umferðarreglur í Reiðhöllinni og taka tillit til annara sem eru að þjálfa. *Næsta Bikarmót verður á föstudagskvöldið í reiðhöllinni hjá Mánamönnum í Keflavik. Keppt verður í Smala, brokki og skeiði. Skemmtilegt mót sem gaman er að fara á . *Reiðtúr  verður nk. laugardag. Mæting við Reiðhöllina kl.14:00 Í kvöld verður fundur í félagsheimili Fáks um málefni hrossaræktarinnar og hefst fundurinn kl. 20:30 Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, Sigrún Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna og fulltrúi í fagráði í hrossarækt og Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands. Kynnt verða m.a. nýjar vægistölur í kynbótadómum og margt fleira fróðlegt. Nauðsynlegt er fyir þá sem hafa gaman af hrossarækt að fjölmenna og heyra í forystumönnum okkar hvað er að gerast og einnig að hafa áhrif á stefnumótun í hrossaræktarmálefnum. Fjölmennum. *Reiðhöllin:  Þar sem sýningin Æskan og hesturinn er um helgina verður Reiðhöllin lokuð töluvert í vikunni vegna æfinga. Þriðjudaginn 9. mars  er höllin lokuð frá kl. 15:00 - 22:00 Miðvikudaginn 10. mars er höllin lokuð frá 18:00 - 22:00 Fimmtudaginn 11. mars er höllin lokuð frá kl. 18:00 - 22:00 Föstudaginn 12. Mars er höllin lokuð frá kl. 20:00 - 21:00 Laugardag og sunnudag er höllin svo lokuð en þá er sýningin Æskan og hesturinn sem allir ættu að koma á. *Það verður ekki reiðkennari þá á miðvikudagskvöldið vegna æfinga fyrir æskan og hesturinn. Minnum á almennar umferðarreglur í Reiðhöllinni og taka tillit til annara sem eru að þjálfa. *Næsta Bikarmót verður á föstudagskvöldið í reiðhöllinni hjá Mánamönnum í Keflavik. Keppt verður í Smala, brokki og skeiði. Skemmtilegt mót sem gaman er að fara á . *Reiðtúr  verður nk. laugardag. Mæting við Reiðhöllina kl.14:00