Fáksfréttir

24. febrúar 2010
Fréttir
Reiðtúrinn á laugardaginn Riðið verður upp í Hörð og lagt af stað kl. 14:00. Riðin verður strandarleiðin (framhjá Korpúlfsstöðum) og áð oft á leiðinni svo þetta er bara einna hesta ferð. Kaffi og meðlæti í félagsheimili Harðar. Sjáumst á laugardaginn. Reiðtúrinn á laugardaginn Riðið verður upp í Hörð og lagt af stað kl. 14:00. Riðin verður strandarleiðin (framhjá Korpúlfsstöðum) og áð oft á leiðinni svo þetta er bara einna hesta ferð. Kaffi og meðlæti í félagsheimili Harðar. Sjáumst á laugardaginn. Bikarmót á föstudagskvöldin
Á föstudagskvöldið verður þrígangsmót í fimmgangi (tölt, brokk og skeið) í nýju höllinni hjá Harðarmönnum í Mosfellsbæ. Skemmtilegt mót og koma svo og hvetja okkar menn. Við erum eins og stendur í öðru sæti í stigasöfnunni en stuðningsliðið hefur ekki komist á blað ennþá svo við verðum að gera betur á þeim vígstöðvum. Mótið hefst kl. 20:00 (og er bara í rúman klukkutíma).

Kvennakvöldið
Nú styttist í Kvennakvöldið sem skellur á 6. mars og allt að verða klárt hjá stjórn Kvennadeildar. Heyrst hefur að saumavélar snúist hratt þessa dagana og margir búningarnir að vera klárir en einnig er Ebay í mikilli notkun og margir.
Miðasalan á Kvennakvöldið  fer fram laugardaginn 27 feb. Kl 09:00-12:00.- í félagsheimilinu  og miðvikudaginn 3 mars kl 18:00-19:00

Minnum á Reiðkennarann í Reiðhöllinni í kvöld. Anna Sigríður Valdimarsdóttir verður á svæðinu frá kl. 20:00 – 22:00 Flott og góð þjónusta í boði Fáks fyrir skuldlausa félagsmenn.

Reiðhöllin verður lokuð frá kl. 14:00 á fimmtudeginum og alveg fram á mánudag vegna hundasýningar Hundaræktarfélags Íslands.