Fáksfréttir

04.02.2010
Á föstudagskvöldið verður Grímutölt í Reiðhöllinni og hefst það kl. 20:30. Keppnisformið er hægt tölt og fegurðartölt. Keppt verður í tveimur aldursflokkum og tveimur styrkleikaflokkum innan hvers aldursflokks (ef næg þátttaka næst). Á föstudagskvöldið verður Grímutölt í Reiðhöllinni og hefst það kl. 20:30. Keppnisformið er hægt tölt og fegurðartölt. Keppt verður í tveimur aldursflokkum og tveimur styrkleikaflokkum innan hvers aldursflokks (ef næg þátttaka næst). Skráningagjald er kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri - ekkert fyrir yngri þátttakendur. Það er skilyrði að mæta í búningi til að geta tekið þátt. Skráning verður í Reiðhöllinni frá 19:00 – 19:30
 
16 ára á árinu og yngri (fædd 1994 eða síðar)
    *Keppnisvanir
    *Minna keppnisvanir
17 ára og eldri (fædd 1993 eða fyrr)
    *Keppnisvanir
    *Minna keppnisvanir

Frítt inn að sjálfssögðu
Fimm flottustu grímubúningarnir í hvorum aldurflokki fyrri sig verða verðlaunaðir.
Einnig keppa 5 efstu í hverjum styrkleikaflokki til úrslita í tölti þar sem dæmt verður hægt tölt og fegurðartölt.

*Hestanammigerðardagur á sunnudaginn
Já, það er komið Hestanammigerðardeginum í Fáki. Atburðurinn sló í gegn í fyrra og ungir sem aldnir mættu í félagsheimilið til að gera gómsætt hestanammi handa gæðingnum sínum. Á sunnudaginn 7.febrúar næstkomandi  verður leikurinn endurtekinn og munum við hefjast handa kl. 17:00.
Hráefni til nammigerðarinnar og plastbox undir góðgætið kostar kr.500 og eru krakkarnir hvattir til að taka með sér skreytiefni til að skreyta boxin. Það gæti verið tússpennar, lím, glimmer, servíettur, slaufur, borðar og hvað eina sem kemur upp í hugann.
Nammigerðarfólkið mun svo taka nammikúlurnar með sér heim , tilbúið til að stinga því í ofninn í 20 mín.
Skráningar fara fram á netfangið fakurbogu@simnet.is eða í síma 897 4467. Mikilvægt er að allir skrái sig svo hægt verði að áætla og skipuleggja hráefnisinnkaupin.
Við hlökkum til að sjá ykkur hress á sunnudaginn!
Æskulýðsdeild Fáks

*Lausaganga hunda bönnuð
Minnum á að lausaganga hunda er bönnuð á svæðinu. Töluvert hefur verið um kvartanir vegna lausra hunda og viljum við biðja hundaeigendur að virða þetta bann og viljum minna þá á að ef hundur veldur slysi (fælir t.d. hross) þá er hundaeigandinn ábyrgur og jafnvel skaðabótaskyldur.

*Frír aðgangur að Worldfeng
Skuldlausir félagsmenn í Fáki stendur nú til boða frír aðgangur að Worldfeng. Til að fá aðgangsorð að Worldfeng þarf skrifstofa Fáks að hafa netfang hjá þeim sem ætla að fá aðganginn og að sjálfssögðu líka að sjálfssögðu að vera skuldlaus. Búið var að opna fyrir aðgang þeirra sem við höfum netfangið hjá og eru skuldlausir. Þeir sem hafa ekki fengið aðgang eru vinsamlega beðnir að hafa samband með tölvupósti á fakur@simnet.is

*Bikarmót þann 12. febr.
Föstudaginn 12. febrúar verður þrígangskeppni í Bikarkeppninni hestamannafélaganna. Keppt verður í brokki, stökki og fegurðartölti, keppt verður í reiðhöllinni í Andvara.
Þrír keppnendur keppa fyrir hönd Fáks og mun Kristinn Bjarni sjá um að velja þátttakendur.Úrtaka verður í Reiðhöllinni nk. mánudagskvöld kl. 22:00. Áhugasamir geta haft samband við við Kristinn Bjarna í sima 846-6812
Stuðningsmenn geta farið að æfa söngva og tekið fram potta og pönnur til að æfa hvatningarköll.

*Minnum á Kaffistofuna sem er í Reiðhöllinni en hún er opin frá kl. 12:30 -18:00 bæði laugardaga og sunnudaga.