Fáksfréttir

26. maí 2011
Fréttir
Það er mikið um að vera í Fáki þessa dagana, mótanefnd, æskulýðsnefnd og ferðanefnd í óðaönn að vinna að ýmsum málum. Það er mikið um að vera í Fáki þessa dagana, mótanefnd, æskulýðsnefnd og ferðanefnd í óðaönn að vinna að ýmsum málum.

Hér eru nokkrir viðburðir sem við viljum minna ykkur á og um leið benda á http://www.fakur.is/ þar sem finna má nánari upplýsingar og eins á Facebook síðu félagsins:

• Gæðingamót/úrtaka Fáks – hefst í dag, fimmtudag. Sjá dagskrá og ráslista á vefsíðu félagsins. Minnum á pollana, enn er opið fyrir skráningar í pollaflokk.

• Framtíðarnefndin boðar til fundar 31. Maí - Fundurinn hefst kl. 18:15 með léttum grillmat og síðan hefst dagskrá stundvíslega kl. 19:00.

• Vorferð ferðanefndar – Farið verður ríðandi á Þingvöll helgina 3.-5. júní.

• Fjörureið á Álftanesi með æskulýðsnefnd – Sótafélagar bjóða í heimsókn. Farið í leiki og svo grillað o.fl. Skráning á aeskulydsnefnd@fakur.is fyrir 1. júní.