Fáksfréttir

Nú fara í hönd spennandi tímar, enda vorilmur í lofti og fuglasöngurinn orðinn áberandi. Það sem er helst á dagskrá hjá Fáki og hér í dalnum á næstu dögum er þetta: Nú fara í hönd spennandi tímar, enda vorilmur í lofti og fuglasöngurinn orðinn áberandi. Það sem er helst á dagskrá hjá Fáki og hér í dalnum á næstu dögum er þetta:

• Dósasöfnun - Æskulýðsnefnd skorar á alla Fákskrakka að mæta í reiðhöllina þriðjudaginn 29. mars kl. 18:00 til að telja dósir sem safnast hafa í vetur. Hvert barn sem mætir fær eitt stig í ferðasjóð sem verið er að safna í fyrir óvissuferð í vor. Hægt að vinna sér inn aukastig ef foreldri kemur með í talninguna en hvert barn getur þó aldrei fengið meira en 2 stig. Tilvalið að ganga í hesthúsin um helgina og safna enn meiri dósum.

• Sýning í Reiðhöllinni / Hestadagar – Eins og margir vita eru Hestadagar í Reykjavík hafnir. Spennandi og skemmtilegir viðburðir eru nú hjá hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og hvetjum við alla til að kynna sér dagskránna á http://www.hestadagar.is/ Sýningin á föstudagskvöldinu er einn liður Hestadaga. Þar munu öll félögin leggjast á eitt við að gera áhugaverða sýningu fyrir alla og er miðaverði stillt í hóf, 1000 kr.

• Kaffihúsið – Minnum á að kaffihúsið í anddyri reiðhallarinnar er opið laugardaga og sunnudaga á milli kl. 14 og 17. Með vorinu er svo stefnan að lengja opnunartímann og jafnvel hafa opið á föstudagskvöldum.