Fagmenn í Líflandi

Lífland býður viðskiptavinum sínum aðstoð fagaðila innan hestamennskunnar í verslunum sínum á völdum tímum í Reykjavík og á Akureyri fram að jólum. Lífland býður viðskiptavinum sínum aðstoð fagaðila innan hestamennskunnar í verslunum sínum á völdum tímum í Reykjavík og á Akureyri fram að jólum.  Sigurbjörn Bárðarson tamningameistari, Þórdís Erla Gunnarsdóttir tamningamaður og reiðkennari og Viðar Ingólfsson tamningamaður munu svara spurningum og verða viðskiptavinum okkar á Lynghálsi innan handar við val á reiðtygjum og Baldvin Ari Guðlaugsson tamningamaður verður í verslun okkar á Akureyri. Einnig mun Ingimar Sveinsson árita bók sína Hrossafræði, Benedikt Líndal tamningameistari mun kynna hnakka sína, Bennis Harmony og Rúnar Þór Guðbrandsson mun kynna sína hnakka, Hrímni og Tý. Frekari upplýsingar um tímasetningar fást í verslunum.

Missið ekki af tækifærinu til að leita í reynslubanka þessa fagfólks við val á reiðtygjum.

Starfsfólk Líflands