Eyjólfur og Jón Bjarni efstir í slaktaumatölti

Eyjólfur Þorsteinsson á Ögra frá Baldurshaga hlaut 7,33 í einkunn í slaktaumatölti í seinni umferð Úrtökumóts fyrir Heimsmeistaramótið í Sviss. Eyjólfur Þorsteinsson á Ögra frá Baldurshaga hlaut 7,33 í einkunn í slaktaumatölti í seinni umferð Úrtökumóts fyrir Heimsmeistaramótið í Sviss. Jón Bjarni Smárason á Vafa frá Hafnarfirði er efstur í ungmennaflokki með einkunnina 6,90. Meðfylgjandi eru niðurstöður keppni í slaktaumatölti í seinni umferð.


Sæti Nafn Hestur Einkunn
1 Eyjólfur Þorsteinsson Ögri frá Baldurshaga 7,33
2 Sigurður Sigurðarson Hörður frá Eskiholti II 7,30
3 Hulda Gústafsdóttir Völsungur frá Reykjavík 7,27
4 Líney María Hjálmarsdóttir Vaðall frá Íbishóli 5,33
5 Ísleifur Jónasson Svalur frá Blönduhlíð 0,00
6 Anna Björk Ólafsdóttir Feykir frá Ármóti 0,00
Sæti Nafn Hestur Einkunn
1 Jón Bjarni Smárason Vafi frá Hafnarfirði 6,90
2 Arnar Bjarki Sigurðarson Gammur frá Skíðbakka 3 5,77