Er landið að lokast almenningi ?

20.01.2012
Myndin er af www.bjargsholl.is
Ferðafrelsisfundur verður haldinn föstudaginn 20. janúar kl 20:00. Í sal Sjálfstæðisflokksins í Kaupangi v/Mýrarveg á Akureyri. Ferðafrelsisfundur verður haldinn föstudaginn 20. janúar kl 20:00. Í sal Sjálfstæðisflokksins í Kaupangi v/Mýrarveg á Akureyri.

Dagskrá fundarins er m.a.
• Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur 4x4 fjallar um Hvítbók.
• Einar K. Haraldsson skotveiðimaður talar um þjóðgarða almennt, friðlýst svæði og verndun (takmörkun)
• Sveinbjörn Halldórsson Ferðaklúbbnum 4x4, Aðkoma frjálsra félagasamtaka að skipulagi hálendisins.
• Ingimar Árnason útivistamaður heldur fræðsluerindi um Leið norðan Dyngjufjalla (Vikrafellsleið)
• Andrea Þorvaldsdóttir, ferðamaður á hestum. Hestaferðir fyrr á tímum, nú og til framtíðar.
• Elvar Árni Lund. Skotveiði og útivistamaður. Talar um frelsi til skotveiða og framtíðarskipulag þjóðgarða og þjóðlendna á Íslandi.

Áhugasamir mætið og fylgist með hvað er á döfinni í ferðafrelsismálum.

Sjáumst í Kaupangi Akureyri

Ferðafrelsisnefnd Eyjafjarðardeildar 4x4