Equsana deildin 2018 - fyrstu 4 liðin

29. janúar 2018
Fréttir

Áhugamannadeild Spretts, Equsana deildin 2018, hefst 8. febrúar n.k. og þar með hefst fjórða keppnisárið í þessari frábæru mótaröð. 

Mótaröðin verður sú allra stærsta og sterkasta til þessa. Í ár var ákveðið að bæta við einu liði til viðbótar vegna gífurlegar aðsóknar að deildinni.  Það voru því fjögur lið sem dregin voru út í útdrætti deildarinnar í september. Sextán lið mæta til keppni í vetur með samtals áttatíu knapa skráða.  Þrír knapar úr hverju liði keppa í hverri grein fyrir liðið sitt og það eru því fjörtíu og fimm knapar og hestar sem mæta í hvert mót.

Deildin hefst með keppni í fjórgangi fimmtudaginn 8. febrúar kl. 19:00. Sem fyrr er aðgangur ókeypis og fólk hvatt til að mæta í Sprettshöllina til að njóta flottra sýninga og góðra veitinga.

Dagskrá vetrarins er eftirfarandi:

  • Fimmtudagur 8 febrúar – Fjórgangur
  • Fimmtudagur 22 febrúar – Fimmgangur
  • Fimmtudagur 8 mars – Slaktaumatölt og flugskeið í gegnum höllina
  • Fimmtudagur 22 mars – Tölt – Lokamótið

 Fyrstu fjögur liðin sem við kynnum til leiks eru lið Blue Lagoon, Garðatorgs, Heimahaga og Barka.

blue lagoon

gardatorg

heimahagi

barki