Sigurvegarar í stigakeppni Uppsveitadeildar Loga, Smára og Trausta 2015

Hrosshagi / Sunnuhvoll
Hrosshagi / Sunnuhvoll

 

Lið Hrosshaga/Sunnuhvols sigraði Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta 2015, sem haldin var í samstarfi við Flúðasveppi.

Að lokinni keppni í tölti og fljúgandi skeiði í Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta 2015 lá fyrir hvernig stigakeppni knapa og keppnisliða endaði.

Þetta árið tóku 8 lið þátt í Uppsveitadeildinni, en það er einu liði fleira en öll undanfarin ár. 24 knapar kepptu á hverju móti fyrir sig og fengu 32 knapar stig í mótaröðinni.

Í liðakeppninni sigraði lið Hrosshaga/Sunnuhvols með nokkrum mun. Liðið varð í efsta sæti í öllum keppnum, nema tölti og fékk að launum 207,5 stig. Arion banka liðið varð í öðru sæti með 188 stig og lið Gamla og guttanna í því þriðja með 175,5 stig.

Í einstaklingskeppninni var hörð baraátta um hvert sæti, enda fengu allir knapar sem luku keppni stig fyrir sína frammistöðu. 32 knapar fengu stig, sigurvegarinn 24, sá næsti 23 og svo koll af kolli.

Eins og áður hefur komið fram sigraði Bjarni Bjarnason einstaklingskeppnina. Hann varð í fyrsta eða öðru sæti í öllum fjórum greinum keppninnar og er vel að sigrinum kominn. Bjarni sigraði með 94 stigum.  Í öðru sæti varð Arnar Bjarki Sigurðarson með 85 stig. Jöfn í 3 - 4 sætu urðu svo Hulda Finnsdóttir og Finnur Jóhannesson með 76,5 stig