Stóðhestavelta landsliðsins - næstu sjö stóðhestar

Loki, Sigur, Þröstur, Krókus, Dofri, Hrafn og Oddi eru með í stóðhestaveltu til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. 

Miðasala hefst á tix.is 1. maí og dregið verður úr seldum miðum í beinni útsendingu á facebooksíðu LH. Miðaverð er kr. 40.000, girðingagjald er ekki innifalið.

Oddi frá Hafsteinsstöðum 8,32. Oddi hefur átt farsælan keppnisferil og hefur hlotið 9,02 í B-flokki og 8,17 í tölti. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag og 9,0 fyrir stökk, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Odda hér.

Þröstur frá Kolsholti 8,37. Þröstur er ungur og upprennandi stóðhestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og 9,0 fyrir fegurð í reið. Myndband af Þresti hér.

Dofri frá Sauðarkróki 8,37. Dofri er ungur og upprennandi stóðhestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt tölt, samræmi, réttleika og hófa. Myndband af Dofra hér.

Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 8,29. Sigur er ungur og upprennandi stóðhestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Sigri hér.

Loki frá Selfossi 8,43. Loki var bar sigur úr býtum í B-flokki gæðinga á landsmóti 2014 og var í 2. sæti á landsmóti 2016. Í kynbótadómi hlaut hann 9,5 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið og 9,0 fyrir stökk. Myndband af Loka hér.

Hrafn frá Efri-Rauðalæk 8,84. Hrafn hefur hlotið í kynbótadómi 9,03 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir skeið og vilja og geðslag, 9,0 fyrir tölt, stökk, fegurð í reið, höfuð og háls/herðar/bóga. Myndband af Hrafni hér.

Krókus frá Dalbæ 8,62. Krókus hefur átt farsælan keppnisferil í a-flokki, fimmgangi, gæðingaskeiði og slaktaumatölti. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir skeið og 9,5 fyrir vilja og geðslag. Myndband af Krókusi hér.