Stóðhestavelta landsliðsins - næstu fimm hestar

22. apríl 2020
Fréttir

Við kynnum til leiks næstu fimm hestana sem eru í pottinum í stóðhestaveltu til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. 

Miðasala hefst á tix.is 1. maí og dregið verður úr seldum miðum í beinni útsendingu á facebooksíðu LH. Miðaverð er kr. 40.000, girðingagjald er ekki innifalið.

Atlas frá Hjallanesi 8,76. Atlas er hæst dæmda afkvæmi Spuna frá Vesturkoti og hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt og 9,5 fyrir stökk. Myndband af Atlasi á WorldFeng.

Sólon frá Skáney 8,48. Sólon hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi árið 2011 og er farsæll kynbótahestur. Hæst dæmda afkvæmi hans er Skýr frá Skálakoti. Myndband af Sóloni á WorldFeng.

Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 8,45. Kastor er hátt dæmdur hestur sem á framtíðina fyrir sér. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9 fyrir tölt, vilja/geðslag og bak og lend og 9,5 fyrir skeið. Myndband af Kastori á WorldFeng.

Kjuði frá Dýrfinnustöðum 8,38. Kjuði er ungur og upprennandi kynbóta- og keppnishestur. Myndband af Kjuða á WorldFeng.

Hreyfill frá Vorsabæ 8,54. Hreyfill er hátt dæmdur klárhestur með 9,5 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag og 9,0 fyrir stökk, fegurð í reið, fótagerð og hófa. Myndband af Hreyfli á WorldFeng.