Enginn niðurskurður á hrossabraut Hólaskóla

20. nóvember 2008
Fréttir
„Það verður enginn niðurskurður á hrossabraut Hólaskóla í vetur,“ segir Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum. Feykir.is greindi frá því nýlega að 115 milljónir króna vantaði upp á að síðustu áætlanir varðandi skólann næðu fram að ganga.„Það verður enginn niðurskurður á hrossabraut Hólaskóla í vetur,“ segir Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum. Feykir.is greindi frá því nýlega að 115 milljónir króna vantaði upp á að síðustu áætlanir varðandi skólann næðu fram að ganga.„Það verður enginn niðurskurður á hrossabraut Hólaskóla í vetur,“ segir Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum. Feykir.is greindi frá því nýlega að 115 milljónir króna vantaði upp á að síðustu áætlanir varðandi skólann næðu fram að ganga.

„Það má segja að við búum við óbreytta stöðu,“ segir Skúli. „Skólinn hefur verið rekinn með tapi undanfarin ár. Nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins sem sérstaklega var sett á laggirnar til að gera tillögur um framtíð Hólastaðar mat það svo að 115 milljónir vantaði upp á til þess að endar næðu saman og hægt væri að þróa staðinn og skólahaldið áfram. Það sem hefur gerst er að þessi viðbót er ekki á fjárlögum þessa árs. Þannig að við erum í sömu stöðu og áður.“

Skúli segir ennfremur að vænta megi að dramatískra kaflaskipta í sögu Hólaskóla á þessu ári. Eins og áður hefur verið sagt frá hér á lhhestar.is gera tillögur ráð fyrir að Hólastaður verði orðin sjálfseignastofnun fyrir 1. júlí á þessu ári. Búist er við að aðilar sem tengjast náminu á Hólaskóla: Bændasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins, aðilar í ferðaþjónustu og fiskeldi, auk sveitarfélaga á Norðurlandi vestra gerist aðilar að stofnuninni. En einnig fleiri aðilar.

„Stefnan er að eignaraðildin verði breið. Við munum bjóða mörgum aðilum þátttöku. Það er mikið hagsmunamál fyrir héraðið að Hólastaður verði áfram rekinn í blóma. Byggðaráð Skagafjarðar hefur fjallað um málið og mun beita sér í því. Að því er að sjálfssögðu mikill styrkur. En hvað hestamennskuna varðar þá get ég fullyrt að það eru engar breytingar fyrirhugaðar á rekstri hrossabrautarinnar á næstunni,“ segir Skúli.