Endurmenntunanámskeið LBHÍ

20. október 2010
Fréttir
Fræðslukvöld um liti/erfðir hrossa og járninganámskeið fyrir lengra komna. Fræðslukvöld um liti/erfðir hrossa og járninganámskeið fyrir lengra komna. Fræðslukvöld: Litir hrossa og erfðir á þeim
Í samstarfi við Fræðslunefnd Sörla

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hrossaliti og erfðum þeirra lýst. Myndir verða mikið notaðar og raunveruleg dæmi tekin til útskýringar. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum litaerfðanna. Fríar veitingar

Kennari: Guðni Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Stund og staður: fim. 28. október Kl. 19:45-22:00 á Sörlastöðum í Hafnarfirði

Skráningar: endurmenntun@lbhi.is   eða í síma 433 5000 - fram komi fulltu nafn, kennitala, heimilisfang og sími. Æskilegt að skrá sig tveimur dögum fyrir námskeiðið.

Verð: 1000 kr sem ber að greiða  fyrir námskeið inná reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590 (LbhÍ) og senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is

(þetta er farandnámskeið sem önnur hestamannafélög geta óskað eftir á sitt starfssvæði)


Járninganámskeið II - fyrir lengra komna (2 dagar með eigið hross eða 1 dagur sýnikennsla)
Endurmenntun Landbúnaðaháskóli Íslands býður upp á járninganámskeið fyrir þá sem tekið hafa grunnnámskeið í járningum.

Námskeiðinu er ætlað að styrkja faglegan grunn nemenda á járningum. Farið verður ítarlega í grunnþætti, svo sem líffærafræði hófsins og neðri hluta fótar og hvernig sú þekking nýtist við járningar. Við þá kennslu verður hófur og neðri hluti fótar krufinn og sýnt hvernig þessir líkamshlutar eru uppbyggðir. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og að hluta til á formi sýnikennslu.
Verkleg þjálfun nýtist nemendum t.d.við járningar á keppnis- og kynbótahrossum og hvernig járningar á sýningarhrossum eru skipulagðar yfir lengri tíma. Einnig verður farið yfir notkun á hóffylliefnum og efnum til hófviðgerða.

Námskeiðið tekur tvo daga – Annars vegar geta 10 þátttakendur tekið þátt í bóklegri og verklegri fræðslu báða dagana og komið með eigið hross sem verður að vera tamið og þægt í járningu – hins vegar getur ákveðinn fjöldi mætt sem áheyrendur á laugardeginum, án hross, enda er sá dagur að stórum hluta tileinkaður sýnikennslu og fyrirlestrum. Farið verður yfir bókleg og verkleg atriði báða dagana.

Leiðbeinandi: Sigurður Torfi Sigurðsson, járningameistari.
Staður og stund:  lau. 20. nóv. Kl. 10:00-18:00 og sun. 21. nóv. kl. 10:00-16:30 (18 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ að Miðfossum. Æskilegt að skrá sig minnst viku fyrir dagsett námskeið.
Verð:
1.            Verkleg kennsla með eigið hross, 2 daga (10 hámark): 25.000 kr.
2.            Sýnikennsla og fræðsla á laugardegi, án hests: 13.000 kr

Skráningar:  endurmenntun@lbhi.is   eða í síma  433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 6.000 kr fyrir þá sem taka báða dagana, 3000 kr fyrir laugardaginn (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið endurmenntun@lbhi.is.