Einstök vinátta á Fákssýningu

29. apríl 2011
Fréttir
Undirbúningur fyrir stórssýningu Fáks í reiðhöllinni í Víðidal er nú í hámarki og dagskráin óðum að taka á sig mynd. Undirbúningur fyrir stórssýningu Fáks í reiðhöllinni í Víðidal er nú í hámarki og dagskráin óðum að taka á sig mynd. Boðið verður upp á mikinn og góðan hestakost þar sem m.a. koma fram Íslandsmeistarar Fáks, sveiflandi kátar Sörlastelpur og fljúgandi vakrir alhliðahestar. Einnig verður boðið upp á skemmtilegt atriði sem kallast "Einstök vinátta" þar sem Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti sýna skemmtileg samspil manns og hests. Þau komu fram á Vesturlandssýningunni um daginn og vöktu mikla lukku og gleði og við efumst ekki um að svo verður einnig í Víðidalnum.
Miðasala á sýninguna fer fram við innganginn annað kvöld, miðaverð er kr. 2.000 og frítt fyrir 12 ára og yngri. Að sýningu lokinni verður svo bjórkvöld í félagsheimili Fáks.