Einstakt námskeið með Lucile Bump

08. mars 2013
Fréttir
Þann 4. – 5. maí verður boðið uppá einstakt námskeið með Lucile Bump frá Bandaríkjunum í Léttishöllinni á Akureyri.

Þann 4. – 5. maí verður boðið uppá einstakt námskeið með Lucile Bump frá Bandaríkjunum í Léttishöllinni á Akureyri.

Centerd Riding námskeið með Lucile Bump og Sigrúnu Brynjarsdóttur. Lögð verður áhersla á Centerd Riding og gangtegundir, hvernig sætið og líkami knapans hefur áhrif á gæði gangtegunda. Lucile er heimskunnur reiðkennari, lærisveinn Sally Swift, sem skrifaði bókina Centered Riding.

Vegna þess að Lucile er að koma frá Bandaríkjunum þarf að skrá svona snemma til að sjá hvort áhugi er fyrir námskeiðinu.

Skráning er á lettir@lettir.is og líkur skráningu 10 mars. Þátttökugjaldið er 30,000 kr. Og ganga skuldlausir Léttisfélagar fyrir. Tólf þátttakendur komast að á námskeiðinu en ef fleiri skrá sig verður dregið úr hópnum. Þátttakendur greiða 5000 kr. staðfestingargjald eftir útdrátt . Staðfestingargjald skal leggja inn á reikning Léttis: 0302-26-15839 og kt. 430269-6749.


Nánar um námskeiðið er að finna hér fyrir neðan.


Lucile Bump hefur kennt Centered Riding® í yfir 20 ár. Hún hefur verið með námskeið í Austurríki, Kanada, Danmörk, Englandi, Þýskalandi, Hollandi, Skotlandi og í Uruguay og kennt fjölmörgum nemendum annarstaðar úr heiminum, á búgarði sínum Southmowing Stables. Tækni hennar nýtist ekki bara í reið á íslenskum hestum því tæknin er líka notuð við reiðmennsku í dressur, western og fleiri afbrigðum. Hún lærði af hinni þekktu Sally Swift frá 14 ára aldri og var ein af bestu nemendum hennar. Hún kemur til landsins ásamt Sigrúnu Brynjarsdóttur en þær hafa unnið saman í USA.

Fjögur grunnatriði Centered Riding®
Mjúk sýn –Hvetjandi sýn og líkamleg vitund, betri og bætta tilfinningu fyrir hestinum.
Öndun –Hvernig skal ná djúpöndun á hestbaki og anda rétt svo líkaminn nái betri stuðningi, slökun og orku.
Jafnvægi –Koma líkanum í rétta stöðu til að bæta jafnvægi, ásetu og vellíðan.
Miðjustilling –Að nýta miðju líkamans fyrir jafnvægi og hreyfingu.
Þessi aðferð kennir einstaklingum að hjálpa líkamanum til að fá góða ásetu. Hún er byggð á þekkingu á líffræði hesta og manna, jafnvægi og hreyfingu. Aðferðin miðar að því að knapinn tengist hestinum ekki bara í gegnum öndun heldur líka á réttri ásetu. Knapinn lærir að skynja líðan hestsins og hreyfingu. Í framhaldi af því eykst sjálfstraust mannsins sem gerir hann að enn betri stjórnanda. Ekki síst aðstoðar hún fólk að vinna með gömul meiðsl eða vanlíðan sem hefur orðið til þess að skapa óþægindi í reiðtúrum eða eftir þá.

Texti frá Lucile:
I am a Senior Level 4 Centered Riding Instructor. That means that Centered riding has certified me to teach Instructors to become Centered Riding Instructors . I also did my apprenticeship for that level, with Sally Swift herself. I lived near Sally and rode wither from the time I was 14, I did more clinics as her assistant than any other person. I have taught Centered Riding Clinics in Austria, Germany, The Netherlands, England , Scotland, Canada, Uruguay and of course the US. I have spoken at the Northeast Horseman’s Conference in Augusta Maine many times.
I was born in Boston grew up in Cambridge Mass. I rode in the summers in VT. were I had my own horse I met Sally swift at the age of 14 and started taking lessons from her long before Centered Riding. I did my equation in Hunt seat and went on to show western, saddle seat, dressage. Then I went to California and was lucky enough to work with Linda Tellington-Jones when she was in Los Altos Hills this was before TTouch . I learned about eventing. I then came back east and started Southmowing Stables. Where I have bred some Lippizan TB crosses. I continued to compete in combined training and dressage also adding combined driving to my accomplishments, single and pairs.
Almost 20 years ago I met Francois Lemaire De Ruffieu he was a great friend of Sally Swifts. He started coming to Southmowing for clinics and has taught us a tremendous amount about the training of the horse. I have trained with him when he comes here and know many of his wounderful excersises for training the horse up through the levels of Dressage. I have the combination of Sally Swifts training for the rider and Francois” steps for training the horse. I no longer show but I still go Fox Hunting with the Guilford Hounds of which I am one of the original members.


Fræðslunefnd Léttis.