Eftirspurn eftir reiðkennslu

Eftirspurn er eftir reiðkennslu. Sigrún Sigurðardóttir, reiðkennari, segir að pantanir séu á svipuðu róli og undanfarin ár, alla vega hjá þeim hópum sem hún hefur lagt sérstaka áherslu á. Svokölluð “Hræðslupúkanámskeið” Sigrúnar njóta jafnan vinsælda.Eftirspurn er eftir reiðkennslu. Sigrún Sigurðardóttir, reiðkennari, segir að pantanir séu á svipuðu róli og undanfarin ár, alla vega hjá þeim hópum sem hún hefur lagt sérstaka áherslu á. Svokölluð “Hræðslupúkanámskeið” Sigrúnar njóta jafnan vinsælda.Eftirspurn er eftir reiðkennslu. Sigrún Sigurðardóttir, reiðkennari, segir að pantanir séu á svipuðu róli og undanfarin ár, alla vega hjá þeim hópum sem hún hefur lagt sérstaka áherslu á. Svokölluð “Hræðslupúkanámskeið” Sigrúnar njóta jafnan vinsælda.

„Ég er nú reyndar hætt að kalla þetta Hræðslupúkanámskeið,“ segir Sigrún. „Þegar við mæðgurnar kennum saman, ég og Sigrún Erlingsdóttir, þá heita námskeiðin: Ég vil, ég get, ég þori. En annars kalla ég þau Sjálfsstyrkingarnámskeið. Þetta námskeið er alltaf vinsælt. Þeir sem sækja það eru byrjendur, fólk sem hefur lent í hremmingum á hestbaki, og svo fólk sem er að byrja aftur í hestamennsku eftir að hafa tekið sér hlé í lengri eða skemmri tíma. Námskeiðið gengur út á að byggja upp sjálfstraustið. Og það vill svo til að við náum góðum árangri í því.“

Það kemur Sigrúnu á óvart hve eftirspurn eftir reiðkennslu er stöðug þrátt fyrir kreppuna.

„Já, það kemur á óvart. Þótt ennþá sé ekkert hægt að segja um hver framvindan verður. En ég hef heyrt á fólki að það ætli sér að draga saman í ýmsu öðru en hestamennskunni. Enda er lítið dýrara að halda hest á húsi en hafa hann á útigangi, ef fólk á annað borð á hesthús eða hefur aðgang að því. Reiðkennslan er orðin svo sjálfssagður hluti af hestamennskunni að á meðan fólk heldur áfram að ríða út þá verður þörf fyrir reiðkennslu,“ segir Sigrún.