Dýralæknisskoðun hrossanna fyrir HM09

23.07.2009
Dýralæknisskoðun hrossanna sem fara fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramót íslenska hestsins mun fara fram í dag, fimmtudaginn 23. júlí, kl.14:00 í Grænhól í Ölfusi hjá þeim hjónum Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur. Dýralæknisskoðun hrossanna sem fara fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramót íslenska hestsins mun fara fram í dag, fimmtudaginn 23. júlí, kl.14:00 í Grænhól í Ölfusi hjá þeim hjónum Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur. Þar verða samankomin öll þau hross sem keppa munu fyrir Ísland og undirgangast læknisskoðun áður en þau verða send úr landi.

Við bjóðum fjölmiðla velkomna að taka ljósmyndir af þessum gæðingum áður en þeir yfirgefa landið fyrir fullt og allt.

Vonumst til að sjá sem flesta,
Landssamband hestamannafélaga.