Dymbilvikusýning Gusts

Hin árlega reiðhallarsýning Gustara "Dymbilvikusýningin" fer að venju fram kvöldið fyrir skírdag, 8. apríl nk. kl. 20:30 í reiðhöllinni í Glaðheimum í Kópavogi. Boðið verður upp á fjölbreytt sýningaratriði þar sem kynbótahross leika aðalhlutverk; ræktunarbú, hryssur og stóðhesta og síðast en ekki síst keppni ræktunarhópa frá hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Hin árlega reiðhallarsýning Gustara "Dymbilvikusýningin" fer að venju fram kvöldið fyrir skírdag, 8. apríl nk. kl. 20:30 í reiðhöllinni í Glaðheimum í Kópavogi. Boðið verður upp á fjölbreytt sýningaratriði þar sem kynbótahross leika aðalhlutverk; ræktunarbú, hryssur og stóðhesta og síðast en ekki síst keppni ræktunarhópa frá hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.
 
 Meðal annars kemur stólpahryssan Jónína frá Feti fram, ræktunarbú frá Litlalandi, Ytra-Dalsgerði, Feti og Enni. Stórknaparnir Tryggvi Björnsson, Jakob Sigurðsson, Ísólfur Líndal og Ævar Örn Guðjónsson sýna okkur gæðinga úr hesthúsum sínum og stóðhestarnir Bragi frá Kópavogi og Ægir frá Litlalandi leika listir sínar, auk fleiri. Íþróttamaður Gusts verður kynntur og heiðraður og boðið verður upp á magnað leyniatriði!

Húsið opnar kl. 19 og fer miðasala fram við innganginn. Einnig verður hægt að panta miða í síma 865 9637 frá kl. 12:00 sama dag. Miðaverð er aðeins kr. 1.500. Fjölmennum á þessa skemmtilegu sýningu, veitingasalurinn verður opinn á eftir og þar geta menn glaðst saman og spjallað við ræktendur og sýnendur í góðu tómi.

Gustarar.